Pawel Bartoszek skrifar skarplega grein um íslenska utanríkisstefnu. Hann segir að hún hafi að mestu leyti byggst á samskiptum við Bandaríkin og þáttöku í Norðurlandaráði. Nú eru Bandaríkin á braut frá Íslandi og engan sérstakan stuðning að fá þaðan. Norðurlandaráð hefur litla þýðingu þegar þrjú Norðurlandanna eru komin inn í Evrópusambandið.
Ísland sé nú veikt og einmana á alþjóðavettvangi eins og atburðir eftir bankahrunið hafa sýnt.
Pavel telur að það sé tvennt til ráða fyrir Íslendinga, annað hvort að fara inn í ESB ellegar fara leið örríkja eins og Liechtenstein, að halla sér að nágrannaríki (í tilfelli Liechtenstein Sviss, í okkar tilfelli líklega Noregur), taka upp gjaldmiðil þess og láta það sjá um hagsmunagæslu fyrir landið.