Lesandi síðunnar sendi þetta bréf.
— — —
Sæll Egill,
Tilefni þessa bréfstúfs, sem ég vildi biðja þig um að birta á síðunni þinni, er að undanfarna daga hafa menn deilt um hvernig ganga muni að vinna úr eignum þrotabús Landsbankans og hversu hátt hlutfall af Icesave þessar eignir muni dekka.
Er ekki kominn tími til þess að taka þessa umræðu föstum tökum, nú þegar enn ein umferð samningaviðræðna er að hefjast?
Er það ekki sjálfsögð krafa að gert verði opinbert hvaða eignir þrotabúið telur sig eiga og hversu stór hluti þeirra kemur til skiptanna í hugsanlegum Icesave samningum?
Bjartsýnustu spár gera ráð fyrir að eignir muni duga fyrir 80-90% af kröfum Breta og Hollendinga, aðrir nefna 30%.
Þetta vekur spurningar um hvernig hægt er að komast að svo ólíkum niðurstöðum en á heimasíðu skilanefndar kemur fram að;
„The estimated value of assets is subjected to great uncertainty f.i. due to the development of the economic enviroment in Iceland and abroad which could influence the future value of the underlying assets“.
Á sama stað kemur fram að ein stærsta eign þrotabúsins er skuldabréf uppá 260 milljarða, gefið út af Nýja Landsbankanum á þrotabúið. Skuldabréfið er ríkistryggt, gengistryggt og ber vexti frá október 2008!
Þetta skuldabréf telst, samkvæmt upplýsingum skilanefndarinnar, vera 30% af heildareignum þrotabúsins.
Hvaða eignir voru keyptar út úr þrotabúinu í skiptum fyrir þetta skuldabréf?
Hefur fjármálaráðherra heimild til þess að skuldbinda ríkissjóð með þessum hætti, án samþykkis Alþingis?
sjá:
http://www.lbi.is/Uploads/document/091124%20Survey%20of%20Assets%20and%20Liabilities.pdf