Ég held að sé nokkuð til í þessu hjá Jenný Önnu sem skrifar pistil undir heitinu Ákveðin er konan óaðlaðandi og hættuleg.
Ég hef orðið var við að konur sem koma í þætti hjá mér og hafa mjög ákveðna framkomu vekja víða sterk hneykslunarviðbrögð.
Ég gæti nefnt nokkuð mörg nöfn en ætla að sleppa því.
Oft eru þetta klárar konur sem gefa körlum ekkert eftir, grípa jafnvel frammí eins og margir þeirra – en það sem þykir sjálfsagt þegar karlar eiga í hlut er álitið óaðlaðandi í fari kvenna.