Öskudagurinn nálgast. Þegar ég kom með Kára í skólann í morgun voru börnin að velta því fyrir sér hvað þau ættu að vera, sum sögðust reyndar vera komin með búninga.
Kári sagðist ekki vita hverju hann ætti að klæðast. James Bond hefur verið nefndur og Indiana Jones, en útfærslan á því gæti verið erfið.
Þá gall í einum bekkjarfélaganum:
„Vill Kári ekki bara vera Silfur Egils?“