Það er verið að setja saman nýja samninganefnd um Icesave, undir forystu erlends sérfræðings, og lítur allt út fyrir að Bretar og Hollendingar séu tilbúnir að setjast aftur að samningaborði.
Ein forsendan fyrir þessu er pólitísk samstaða á Íslandi, semsagt að allir stjórnmálaflokkar komi að viðræðunum.
Ef þetta er leiðin sem farin verður – getur þá einhver útskýrt hvaða gildi og tilgang þjóðaratkvæðagreiðsla um síðustu útgáfu Icesave samninga hefur – annað en ef til vill að uppfylla formsatriði?