Það verður ekki annað sagt en að stjórnmálaflokkarnir hafi komið sér vel fyrir í borginni. Nú eru ekki bara borgarfulltrúar á launum, og þiggja líka laun fyrir að sitja í nefndum, heldur fá varaborgarfulltrúar sporslur líka. Það sem lengi taldist vera aukastarf er nú full tæm djobb.
Og þess utan upplýsir Fréttablaðið í dag um háar greiðslur til stjórnmálaflokkanna í borginni. 130 milljónir síðan 2007. Segir að þetta sé gert samkvæmt heimildum í lögum frá 2006 um fjármál stjórnmálasamtaka.
Það ár voru leiddar í lög takmarkanir á því hvað flokkar gætu fengið í styrki frá fyrirtækjum – frægt er hversu gráðugir flokkarnir urðu í styrkfé stuttu áður en lögin tóku gildi.
En líklega hefur fæsta grunað að borgin væri líka að veita háum fjárhæðum í stjórnmálaflokkana.