Núorðið þykir frekar ljótt að dylgja um að menn séu nasistar eða kommúnistar.
Það er sagt að þegar umræðan er komin á það stig sé best að hætta henni, þá sé hún ekki lengur marktæk.
Hér er talað um að það sé kommúnismi að vilja endurskipuleggja úthlutun á fiskveiðiheimildum við Íslandsstrendur – sem mundi fela í sér að leiðrétta þann gjörning þegar fámennum hópi var afhent auðlindin án endurgjalds. Telur sig nú eiga hana, þrátt fyrir að annað standi í lögum.
Við skulum vona að þetta gefi ekki tóninn fyrir þessa umræðuna um fiskveiðistjórnunina, þótt maður búist reyndar við því versta.