Robert Wade, prófessor við London School of Economics, verður gestur í Silfri Egils í dag. Wade var meðal þeirra fyrstu sem vöruðu við hættumerkjum í íslenska hagkerfinu og hann heldur áfram að fylgjast með íslenskum málefnum. Wade kemur meðal annars fram í myndinni Maybe I Should Have? en hún fer almennar sýningar í kvikmyndahúsum á morgun.
Af öðrum gestum má nefna Kristrúnu Heimisdóttur, Vilhjálm Bjarnason, Gísla Martein Baldursson og Gauta Sigþórsson.