Það verður að segjast eins og er: Þær eru dálítið flottar þessar hugmyndir um norræna stórríkið.
Ég hef svosem ekki kynnt mér hvers konar hópur það er sem setur þetta fram eða hvort það fólk er í sæmilegu lagi.
En norrænt ríki þar sem byggt er á lýðræði, mannréttindum, tjáningarfrelsi, velferð og jafnrétti, það hljómar nokkuð vel. (Þótt auðvitað séu ekki nokkrar líkur á að þetta verði að veruleika.)
Ég fæ þessa skýringamynd að láni úr DV þar sem var sagt frá þessu