Í athugasemd á bloggsíðu Friðriks Þórs Guðmundssonar frá því í mars á síðasta ári er sagt frá því hvaða stjórnmálamenn eignuðust stofnfjárhluti í SPRON. Nú segja fréttir að Össur Skarphéðinsson og Árni Þór Sigurðsson hafi selt sína hluti rétt fyrir hlutafélagavæðingu bankans og grætt vel á því.
Spurningin er hvernig menn eignuðust þessa stofnfjárhluti, hvaða reglur giltu um það, ef einhverjar – og hvort það var eðlilegt að stjórnmálamenn fengju svona fyrirgreiðslu?