fbpx
Laugardagur 24.maí 2025
Eyjan

Að draga lappirnar

Egill Helgason
Fimmtudaginn 4. febrúar 2010 09:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mjög viðkvæmt mál fyrir Björn Bjarnason hvernig hann ætlaði að haga málum varðandi rannsókn bankahrunsins.

Eins og kemur fram í frétt Morgunblaðsins 24. október 2008 fól Björn ríkissaksóknara, Valtý Sigurðssyni, að kanna hvort eitthvað væri í starfsemi bankanna sem gæfi tilefni til lögreglurannsóknar.

Valtýr fól forvera sínum í starfi, Boga Nilssyni, að stjórna þessari vinnu. Menn geta svo velt því fyrir sér hvort Björn hafi komið nálægt þeirri tilhögun, ætli það megi ekki teljast líklegt.

Það kom fljótt í ljós að bæði Valtýr og Bogi voru bullandi vanhæfir til þessa. Eftir mikla umræðu í samfélaginu sagði Bogi sig frá þessu verkefni líkt og kemur fram í frétt Morgunblaðsins 4. nóvember 2008. Valtýr þráaðist aðeins lengur við, en hætti stuttu síðar. Hann situr þó enn sem ríkissaksóknari, með afskaplega skert verkssvið.

Þá var auglýst embætti sérstaks saksóknara. Það er lögfræðingastéttinni á Íslandi til háðungar að enginn sótti um.

Björn greip til þess ráðs að fá Ólaf Þór Hauksson til verksins. Honum var úthlutuð fjárveiting upp á 50 milljónir króna. Það kom fljótlega fram að þetta var engan veginn nóg. Sjálfur kom Ólafur í fjölmiðla og bar sig aumlega. Hann var líka áfram settur undir hinn vanhæfa Valtý – en því var breytt nokkru eftir stjórnarskipti.

Björn hefur sagt að Samfylkingin hafi dregið lappirnar í málinu. Það er ábyggilega rétt. En framganga hans sjálfs er heldur ekki sérlega glæsileg. Alvöru hreyfing komst ekki á málin fyrr en Eva Joly kom til skjalanna. Það vita allir Íslendingar. Manni óar við tilhugsuninni um hvernig staða þessara mála væri ef hennar hefði ekki notið við. Fyrst var reynt að hæðast að henni og draga úr trúverðugleika hennar. En nú er hún líkt og eina manneskjan sem stjórnmálastéttin og langstaðið embættismannakerfi óttast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 7 klukkutímum
Að draga lappirnar

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Brimlaus andstaða

Þorsteinn Pálsson skrifar: Brimlaus andstaða
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Við borðið eða á ganginum?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Við borðið eða á ganginum?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Borgarfulltrúi vill fjarlægja steypuklumpana í miðbænum – „Lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi“ 

Borgarfulltrúi vill fjarlægja steypuklumpana í miðbænum – „Lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi“ 
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Vindhögg í beinni hjá sægreifum og RÚV

Orðið á götunni: Vindhögg í beinni hjá sægreifum og RÚV
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Þyrnirósir vakna

Orðið á götunni: Þyrnirósir vakna
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bergþór Ólason þóttist vera túristi í leigubíl í gær og þá var svindlað á honum

Bergþór Ólason þóttist vera túristi í leigubíl í gær og þá var svindlað á honum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Steingerður Þorgilsdóttir skrifar: Auður Eir tengir sál við sál – 50 ára fermingarminning

Steingerður Þorgilsdóttir skrifar: Auður Eir tengir sál við sál – 50 ára fermingarminning
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Forsætisráðherra: „Ekki á dagskrá“ að fara að vilja meirihluta þjóðarinnar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Forsætisráðherra: „Ekki á dagskrá“ að fara að vilja meirihluta þjóðarinnar