Það sem vekur helst athygli varðandi prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík er hversu þátttakan er léleg. Aðeins 2856 greiða atkvæði eða 34 prósent þeirra sem voru á kjörskrá.
Sjálfstæðisflokkurinn er með mun stærri kjörskrá frá fornu fari, en þátttakan í prófkjörinu þar um síðustu helgi var líka slöpp – eða 39 prósent.
Bendir ekki til þess að kjósendur séu brennandi í andanum yfir þessum tveimur hrunflokkum.