fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Eyjan

Stalín stakk upp á Íslandi

Egill Helgason
Föstudaginn 29. janúar 2010 23:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í bókinni The Hinge of Fate,  fjórða bindi stríðsminninga sinna (sem hann fékk bókmenntaverðlaun Nóbels fyrir), skrifar Winston Churchill um þá hugmynd að leiðtogar bandamanna, hann sjálfur, Stalín og Roosevelt hittist á Íslandi.

Churchill birtir bréf frá sér til Roosevelts frá 24. nóvember 1942. Þar segir að á fundi Churchills og Stalíns í Moskvu hafi Sovétleiðtoginn sagst vera til í að koma og hitta þá Churchill og Roosevelt, og hann hafi nefnt Ísland í því sambandi. Churchill segist hafa sagt að England væri heppilegra, en Stalín hafi gefið lítið út á það.

Churchill bætir við að margt mæli með þríveldafundi á Íslandi. Skip leiðtoganna gætu legið saman í Halfjord (svo) – og síðan spyr hann Roosevelt hvort hann gæti verið fáanlegur að koma til Íslands.

Af þessum fundi varð aldrei. Það flækti málin að Churchill komst að því að Roosevelt hafði á laun lagt til við Stalín að þeir hittust tveir í Síberíu eða Alaska – skildu Churchill útundan.

Sjá blaðsíðu 594 og 595 í The Hinge of Fate.

Það endaði með því að þremenningarnir hittust í Teheran í lok nóvember 1943 og síðan í Jalta á Krímskaga í febrúar 1945 og skiptu þar upp veröldinni.

797px-Teheran_conference-1943

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Forsætisráðherra: „Ekki á dagskrá“ að fara að vilja meirihluta þjóðarinnar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Forsætisráðherra: „Ekki á dagskrá“ að fara að vilja meirihluta þjóðarinnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hljóðupptökur af Joe Biden „skekja Bandaríkin“

Hljóðupptökur af Joe Biden „skekja Bandaríkin“