fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Eyjan

Pólitík og persónuleikar

Egill Helgason
Föstudaginn 29. janúar 2010 09:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt af því sem einkennir pólitíkina á Íslandi er að sömu einstaklingar tröllríða henni áratug eftir áratug. Stundum er talað um að þekkja ekki sinn vitjunartíma. Í sumum löndum, eins og til dæmis Bandaríkjunum, eru takmarkanir á því hvað æðstu ráðamenn geta setið lengi.

Þekktur stjórnmálamaður sagði eitt sinn við mig að pólitíkusar ættu að hafa pólitískt kapítal sem entist í átta ár (jafnlengi og hámarkskjörtími Bandaríkjaforseta). Ef þeir sætu lengur væru þeir farnir að lifa sjálfa sig.

Þá er hætt við að allt fari að snúast um sjálfa persónu stjórnmálamannsins.

Því má heldur ekki gleyma að pólitík getur verið ansi mannskemmandi; hún magnar upp eiginleika sem sem kunna að leynast í einstaklingnum – hégómagirnd, sjálfsdýrkun, vænisýki. Það er ekkert bull þegar sagt er að völd spilli.

Nú horfum við upp á hinn pólitíska leikfimimann Ólaf Ragnar Grímsson koma fram fyrir hönd þjóðarinnar á árshátíð kapítalismans í Davos í Sviss.  Það verður að viðurkennast að Ólafur hefur stórkostlega endurnýjunarhæfileika í pólitík, því varla er hann sjálfur búinn að gleyma öllum ræðunum sem hann flutti um hina stórkostlegu útrásarvíkinga og flugferðunum sem hann þáði af þeim.

Og á fyrrum stærsta og virtasta dagblaði Íslands situr Davíð Oddsson – maðurinn sem tókst í ræðu í fyrra að kenna Sighvati Björgvinssyni og Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur um hvernig fór með einkavæðingu bankanna – og endurskrifar söguna í kappi við sjálfan sig. Síðasta framlag hans í þeim efnum birtist í blaðinu í morgun þar sem hann er farinn að undirbúa vörnina gagnvart rannsóknarnefnd Alþingis – þvert á loforð sem gefin voru þegar hann tók við djobbinu um að hann myndi ekki fjalla um skýrslu hennar.

En því trúði auðvitað aldrei neinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sunna Kristín ráðin sem verkefnastjóri hjá atvinnuvegaráðuneytinu

Sunna Kristín ráðin sem verkefnastjóri hjá atvinnuvegaráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stjórnarandstaðan hafi tafið úrbætur í leigubílamálum í gær – „Kjósendur þessara flokka hljóta að vera afar stoltir af sínu fólki“

Stjórnarandstaðan hafi tafið úrbætur í leigubílamálum í gær – „Kjósendur þessara flokka hljóta að vera afar stoltir af sínu fólki“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Evrópuferð ríkisstjórnarinnar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Evrópuferð ríkisstjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dómsmálaráðherra skaut föstum skotum á Alþingi í dag – „Og hvað gerist þá? Miðflokkurinn, hann ærist“

Dómsmálaráðherra skaut föstum skotum á Alþingi í dag – „Og hvað gerist þá? Miðflokkurinn, hann ærist“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hljóðupptökur af Joe Biden „skekja Bandaríkin“

Hljóðupptökur af Joe Biden „skekja Bandaríkin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Uppgjörið við eftirhrunsmálin

Björn Jón skrifar: Uppgjörið við eftirhrunsmálin