fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Eyjan

Tafirnar á hrunskýrslunni rýra traustið

Egill Helgason
Fimmtudaginn 28. janúar 2010 08:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verður að segjast alveg eins og er að tafirnar á hrunskýrslunni vekja illar grunsemdir. Hvers vegna er verið að tefja skýrsluna í langan tíma meðan einhverjir sem koma við sögu í henni eru að andmæla? Er eitthvað í henni sem þolir illa dagsins ljós?

Hví er ekki hægt að birta það sem nefndin hefur þegar tekið saman?

Aðferðafræðin er orkar líka tvímælis, að þetta skuli allt fara fram bak við lokaðar dyr. Nefndin var skipuð á tíma síðustu ríkisstjórnar, hrunstjórnarinnar. Formaður nefndarinnar hefur unnið mikið fyrir stjórnvöld og verið handgenginn ráðamönnum.

Fyrr í dag vitnaði ég í viðtal sem ég átti við William K. Black. Hann talaði þar um þörfina á nefnd í anda Pecora-nefndarinnar. Hún var kennd við Ferdinand Pecora sem rannsakaði hrunið á Wall Street 1929. Hann var saksóknari frá New York, ættaður frá Sikiley, og var yfir síðustu nefndinni sem fjallaði um hrunið.

Yfirheyrslur voru opnar. Pecora tók bankafurstana af Wall Street í bakaríið hvern af öðrum og afhjúpaði svindl og svínarí. Af tólf þúsund blaðsíðna áliti nefndarinnar spruttu lög um fjármálamarkaðinn sem tóku gildi árið 1934.

Þegar þau voru samþykkt er sagt að Roosevelt hafi sagt við Pecora:

„Fred, nú er ég búinn að skrifa undir frumvarpið og þetta eru orðin lög, en hvernig eiga þau eftir að reynast okkur?“

„Herra forseti,“ á Pecora að hafa sagt. „Hvort þetta verða góð eða slæm lög, það veltur alveg á mönnunum sem framfylgja þeim.“

Um þetta er fjallað í grein í Washington Post.

ferdinand-pecora

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“