J. D. Salinger er fallinn frá. Dularfulli rithöfundurinn sem birti ekkert í marga áratugi, og skilur eftir sig heldur litið efni. En varð samt einn frægasti höfundur aldarinnar. Hann hafði sinn eigin stíl sem margir reyndu að herma eftir.
Hann var 91 árs. Síðast birtist verk eftir hann 1965, smásaga í The New Yorker.
Flestir hafa lesið Catcher in the Rye. Bjargvættinn í grasinu.
En það má líka lesa frábærar smásögur eins og For Esmé with love and squalor og A perfect day for bananafish.