Það er komið í ljós að „Skapofsi“, sá sem slettir rauðri málningu á hús útrásarvíkinga, er stakur reglumaður sem stundar atvinnu sína af trúmennsku. Það er merkilegt hvað honum hefur lengi tekist að forðast handtöku.
Ekki er komið fram hvort hann er fjölskyldumaður, en ég ætla að gefa mér að hann sé það. Og að bardúsa með rauðu málninguna úti í bílskúr eða niðri í geymslu.
Þá er þetta út úr einhverju bókmenntaverki; gæti verið úr smásögu eftir Raymond Carver.