fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
Eyjan

(H)eiður

Egill Helgason
Mánudaginn 25. janúar 2010 21:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á netinu má finna þessa yfirlýsingu á slóðinni heidur.is, og áskorun til þingmanna að gangast undir hana:

— — —

Yfirlýsing

Ég er Alþingismaður. Vinnuveitendur mínir eru fólkið í landinu og til þeirra sæki ég umboð mitt.

Sem kjörinn fulltrúi þjóðarinnar heiti ég að…

  • …setja hagsmuni þjóðarinnar framar hagsmunum flokksins, sjálfs mín og hvers konar sérhagsmuna.
  • …flytja mál, tala og kjósa í hverju máli samkvæmt eigin sannfæringu.
  • …gera í alla staði mitt besta til að standa undir því trausti sem mér er sýnt.

Af virðingu við lýðræðið heiti ég að…

  • …meta skoðanir og hugmyndir á eigin verðleikum, óháð því hver setur þær fram.
  • …virða þá sem eru mér ósammála, kynna mér rök þeirra og skilja til hlítar hvar okkur greinir á.
  • …orða skoðanir mínar þannig að leiði til samstöðu og sáttar frekar en sundrungu.

Í anda uppbyggilegrar umræðu heiti ég að…

  • …byggja skoðun mína á öllum staðreyndum mála, einnig þeim sem ekki henta mínum málstað.
  • …vera tilbúinn að skipta um skoðun ef nýjar upplýsingar, skilningur eða aðstæður kalla á það – og unna öðrum hins sama.

Jafnframt heiti ég því að hafa í huga að aðrir Alþingismenn eru samstarfsmenn mínir – og eru líka hér til að vinna Íslandi vel. Það sem skilur okkur að eru þær leiðir sem við teljum líklegastar til árangurs. Við erum því ekki andstæðingar, heldur samherjar í því að vinna að hagsmunum þjóðarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þingmaður Viðreisnar tekur sér leyfi og fer í áfengismeðferð – „Ég ætla að sigrast á þessum djöfli“

Þingmaður Viðreisnar tekur sér leyfi og fer í áfengismeðferð – „Ég ætla að sigrast á þessum djöfli“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Þannig eru þessir hópar jafnvel til viðbótar afkastamiklir þegar kemur að skipulögðu smygli á fólki og mansali“

„Þannig eru þessir hópar jafnvel til viðbótar afkastamiklir þegar kemur að skipulögðu smygli á fólki og mansali“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stýrivextir lækka og verða nú 7,5%

Stýrivextir lækka og verða nú 7,5%
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Salan á Íslandsbanka gefur tilefni til myndarlegrar vaxtalækkunar Seðlabankans

Salan á Íslandsbanka gefur tilefni til myndarlegrar vaxtalækkunar Seðlabankans
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Kostnaðarsamt kjördæmapot

Kostnaðarsamt kjördæmapot
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Blaðamaður Morgunblaðsins segir málþóf og gól stjórnarandstöðunnar kalla á að gert sé grín að henni

Orðið á götunni: Blaðamaður Morgunblaðsins segir málþóf og gól stjórnarandstöðunnar kalla á að gert sé grín að henni