Það er ljóst að nú er einhvers konar kosningabarátta um Icesavesamninginn að byrja. Indefence hópurinn hefur boðað til fundaherferðar um allt land. Það er svo spurning hvernig ríkisstjórnin ætlar að bera sig að.
Ætli sé ekki framundan tími þar sem verða skoðanakannanir með stuttu millibili – hingað til hafa kannanir bent til þess að þetta verði kolfellt.
En margir eiga erfitt með að gera upp hug sinn, líka þótt þeir hafi kynnt sér málin. Víkverji Morgunblaðsins lýsir því vel í pistli á laugardaginn.
„Víkverji veit um einn mann sem lagði það á sig að reyna upp á eigin spýtur að skilja málið. Það tók hann tvær vikur. Það versta við þetta var að eftir þessa vinnu var hann ekki viss um hvað væri best að gera.“