Eva Joly segir að sænsk yfirvöld hafi brugðist Íslendingum og sýni þeim hroka. Þetta kemur fram á fréttavefnum E24.se. Hún segir að það sé skömm hvernig Norðurlönd taki sér stöðu bak við stórveldapólitík Breta og Alþjóða gjaldeyrissjóðinn.
En pressan sem Ísland fær á Norðurlöndunum er misjöfn. Í leiðara í Verdens gang, víðlesnasta dagblaði Noregs, segir að Ísland þurfi að greiða mun lægri upphæð vegna Icesave en talað er um í fjölmiðlum og að norska ríkisstjórnin eigi að sjá til þess að Íslendingar borgi Icesave skuldina.