Kári og vinur hans voru að rífast um skóflu í skólanum.
Svo fóru þeir báðir að gráta.
Kári var spurður eftir á hvers vegna hann hefði grátið. Það var ekki út af skóflunni.
„Ég var svo hræddur um að hann myndi hætta að vera vinur minn,“ sagði hann.