Ég held ekki að lögreglan þurfi að óttast ólæti í kjölfar bankaskýrslunnar.
Í raun þarf að hafa meiri áhyggjur af þeim sem munu reyna að skumskæla efni hennar, snúa út úr og spinna. En það verður víst ekki i verkahring lögreglunnar.
Annars er einn mikilvægur punktur.
Í heimildarmyndinni Maybe I Should Have? sem var frumsýnd í gærkvöldi sögðu bæði Robert Wade og Willam K. Black að enginn hefði verið handtekinn vegna bankahruns í Bretlandi eða Bandaríkjunum. Ekkert slíkt væri á döfinni.
Hér megum við þó eiga það að sérstakur saksóknari hefur verið settur til að rannsaka málin, hann nýtur aðstoðar alþjóðlegra sérfræðinga – og að rannsóknarnefnd er að fara í saumana á atburðum.
Það er allnokkuð – svona að því tilskildu að eitthvað komi út úr þessu,.