fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
Eyjan

Að teika handboltavagninn

Egill Helgason
Fimmtudaginn 21. janúar 2010 18:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir hrun, en eftir Ólympíuleikana 2008, sat ég í útvarpsþættinum Vikulokin. Þar var meðal annars rætt um frammistöðu íslenska handboltalandsiðsins á leikunum í Peking.

Fyrirfólk hafði farið og fagnað með íslenska liðinu í Kína, forsetinn, Dorritt og Þorgerður Katrín sem þá var menntamálaráðherra.

Þorgerður Katrín gaf tóninn í umræðu um að sigrar handboltaliðsins myndu aldeilis slá á svartsýnina sem þá var farin að breiðast út meðal landsmanna. Að Íslendingar myndu nú standa saman og „taka þetta“.

Ég var fúll á móti og sagði að það hefði ekki raunveruleg áhrif á líðan fólks og þjóðfélagsaðstæður hvernig íþróttaliðum vegnaði. Slíkur fögnuður væri skammvinnur og risti ekki djúpt.

Þetta var í ágúst. Nokkrum vikum síðar hrundi allt klabbið.

Því nefni ég þetta að nú er forsætisráðherrann farin að reyna að teika þennan sama vagn – og taka sér í munn klisjurnar um handboltann.

Fræg eru orð Samuels Johnson: Patriotism is the last refuge of a scoundrel. Föðurlandsást er síðasta athvarf þrjóta.

Hér á Íslandi má kannski segja að það sé handboltalandsliðið?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt