Ólafur F. Magnússon er í sviðsljósinu vegna vantraustillögu sem hann bar fram á borgarstjórann í Reykjavík.
Ólafur er greinilega reiður og beiskur. Og hann er frekar vanstilltur.
En hann má líka vera gramur.
Það er einhver ljótasti leikur sem hefur sést í íslenskri pólitík þegar hann, veikur maðurinn, var dubbaður upp sem borgarstjóri – en svo fórnað skömmu síðar.
Og það er varla von á öðru en að Ólafur reyni að minna á þetta þegar nær dregur kosningum.