Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur viðurkennt að fullyrðingar um að jöklar í Himalayafjöllum myndu bráðna og hverfa fyrir 2035 hafi ekki verið byggðar á vísindarannsóknum heldur á óljósum frásögnum úr tímariti.
Indverska stjórnin gaf í nóvember síðastliðnum út vísindaskýrslu sem sagði að ekkert benti til þess að jöklarnir væru að hverfa.
Þetta kemur loftslagsnefndinni í talsverðan bobba og þó ekki síst formanni hennar, Rajenda Pachauri, sem er frá Indlandi.
Einn þeirra sem hefur talað mikið um slæmar afleiðingar þess að jöklarnir í Himalaya bráðni er Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, eins og til dæmis má sjá hérna.