Þá vitum við hvernig styttan af Tómasi Guðmundssyni á að líta út. Hún virðist vera ljómandi falleg, hæfir Tómasi ágætlega, en er kannski ekkert obboslega frumleg.
Um styttuna urðu talsverðar umræður þegar ákveðið var að reisa hana. Mörgum fannst komið nóg af styttum af körlum, gamaldags og í anda karlasamfélagsins.
Það eru samt ekki svo ýkja mörg skáld sem hafa fengið af sér styttur á víðavangi í Reykjavík.
Í fljótu bragði man ég eftir Jónasi Hallgrímssyni í Hljómskálagarðinum, Einari Ben og Þorsteini Erlingssyni á Miklatúni og svo Hannesi Hafstein fyrir framan Stjórnarráðið – en sú stytta er eiginlega frekar af stjórnmálamanni en skáldi.
Kannski eru þau eitthvað fleiri?
En það er ýmslegt hægt, þetta er til dæmis fjári fín stytta af skáldinu Arthur Rimbaud sem stendur í París, á Boulevard Morland, eftir myndhöggvarann Jean Ipousteguy.