fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Eyjan

Skilanefnd tekur yfir vandræðahótel

Egill Helgason
Þriðjudaginn 19. janúar 2010 07:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttablaðið skýrir frá því í dag að skilanefnd Landsbankans sé að taka yfir Hotel D’Angleterre í Kaupmannahöfn.

Þetta er frægasta hótelið í Höfn. Staðurinn þar sem frægðarfólk gisti. Halldór Laxness var þar – eftir að hann eignaðist peninga. Það gnæfir eins og ævintýrahöll yfir Kóngsins Nýjatorgi.

Ég hef einu sinni gist þarna. Það var í september 2001. Þá var einn frægur maður á hótelinu – Mike Tyson.

Í anddyrinu var skilti með nöfnum frægra sem hafa gist á Angleterre. Þar var Grace Kelly, en enginn Kiljan.

En skilanefnd Landsbankans á ærið verk fyrir höndum ef marka má umsagnir um Angleterre á hinum víðlesna vef Tripadvisor.

Þar kemur fram að þessi gamla drottning hótelanna er í 38da sæti yfir hótel í Kaupmannahöfn. Það virðist hafa misst sinn gamla ljóma því gestir hótelsins sem skrifa á vefinn segja að það þurfi að loka hótelinu til að gera á því miklar endurbætur, pípulögnin sé í ólagi, sum herbergin séu beinlínis léleg, starfsfólkið dónalegt, en prísarnir himinháir – þetta sé þriggja stjörnu hótel á verði fimm stjarna.

Umsagnirnar eru ekki allar svona neikvæðar, en almennt er útkoman hrikaleg fyrir svona sögufrægan stað.

000257A

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?