Morgunblaðið skrifar varla svo um RÚV að það sé ekki uppnefnt „ríkisstjórnarútvarpið.“
Nú les maður á Facebook að RÚV sé sérstök „málpípa DAO“.
Þetta skrifar Huginn Freyr Þorsteinsson heimspekingur.
Hann er sérstakur trúnaðarmaður Steingríms J. Sigfússonar og var aðstoðarmaður Svavars Gestssonar í fyrri samningalotunni um Icesave.
Ég ímynda mér að DAO sé núverandi ritstjóri Morgunblaðsins. En það sem Huginn virðist þola illa er að erlent fólk sé að tjá sig mikið um Icesave. Hann er þeirrar skoðunar að það skilji ekki málið.