Ég ræddi stuttlega við Ann Pettifor í Silfrinu í gær. Hún var áður gestur hjá mér í maí síðastliðnum.
Ann er baráttukona gegn því að þjóðir séu hnepptar í skuldafjötra. Var búin að spá kreppunni sem skall á 2008 strax árið 2003.
Verandi sérfræðingur um skuldir skildi hún að góðærið sem var undanfari kreppunnar byggði á taumlausi skuldasöfnun.
Lára Hanna hefur tekið saman viðtöl mín við Ann Pettifor og greinar eftir hana á bloggsíðu sinni.
Smellið hér til til að lesa og horfa.