Bankamenn í Bretlandi og Bandaríkjunum eru á fullu að skipuleggja bónusgreiðslur sínar, þrátt fyrir kreppu og risavaxnar fjárhæðir sem ríkisstjórnir hafa dælt inn í bankakerfið.
Breska ríkisstjórnin hefur á prjónunum að bregðast við með því að setja háan skatt á bónusgreiðslurnar, það sem nefnist windfall tax.
Breska ríkisstjórnin hefur að öðru leyti sýnt spilltum bankamönnum ótrúlega linkind og var óánægð með að Frakkinn Michel Barnier skyldi vera skipaður sem æðsti eftirlitsmaður fjármálastarfsemi í Evópusambandinu – Frakkar vilja sterkara og sameiginlegt regluverk um fjármálastarfsemi innan ESB en Bretar vilja verja stöðu Lundúna sem nokkurs konar fjármagnsparadísar.
En tvískinnungurinn er algjör. Nú er hálft ár til kosninga í Bretlandi. Það er talað um að Brown ætli að fara í eins konar stéttastríð við Íhaldsflokk Davids Camerons – reka kosningabaráttuna á því að Cameron sé yfirstéttarstrákur úr einkaskólanum Eton sem muni ganga erinda ríka fólksins.