Ég er staddur í Kaupmannahöfn.
Maður verður hvarvetna var við að hér er að hefjast heljarmikill sirkus – loftslagsráðstefnan stóra.
Veggir eru þaktir stórum auglýsingaspjöldum, meira að segja Kóka-kóla auglýsir hvað það sé umhverfisvænt.
Á Kastrup sér maður sendifulltrúa á þönum, bílstjóra sem eru að sækja þá og keyra burt í limósínum. Maður fær á tlfinninguna þetta sé dálítið mikil að margir séu búnir að koma sér ansi vel fyrir í þessum bransa – hugsanlega í því sem á amerísku kallast gravy train.
Mótmælendur hugsa sér til hreyfings, en lögreglan er vel undirbúin og ætlar ekki að leyfa þeim að komast nálægt fundinum. Einhver sagði mér að hún ætluði helst að smala mótmælendunum í rétt úti í Vanlöse.
Ráðstefnan er líka haldin í skugga talsverðra efasemda um loftslagsmálin. Það tengist því varla, en Al Gore hefur hætt við stóran fyrirlestur sem hann ætlaði að halda í þrjú þúsund manna sal hér í Kaupmannahöfn.
Þeir sem höfðu tryggt sér miða geta fengið endurgreitt.