fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

Maður skyldi halda að þetta væri grín en…

Egill Helgason
Þriðjudaginn 15. desember 2009 18:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þá hafa forsvarsmenn Indefence skýrt frá því að þrjár til fjórar bullundirskriftir hafi komið inn í undirskriftasöfnun samtakanna frá IP tölu RÚV. Ein undirskrift mun hafa komið frá Fréttablaðinu.

Þess er rétt að geta að undirskiftasöfnun Indefence er þeirrar gerðar að hver sem er getur skráð sig þar inn, undir hvaða nafni sem er.

Í tilefni af þessu máli fór fyrrverandi menntamálaráðherra, Þorgerður Katín Gunnarsdóttir í pontu á Alþngi í gær og heimtaði að málið yrði tekið fyrir í ríkisstjórn:

“Þá hlýt ég að spyrja ráðherra upplýsingamála og fjölmiðlamála hver skoðun hennar er á þessu máli, hvort hún ætli að beita sér fyrir því að þetta mál verði tekið upp bæði innan ríkisstjórnar og í þeirri undirstofnun sem Ríkisútvarpið er gagnvart ráðherra. Ég tel mikilvægt að fá fram hvort hún muni beita sér sérstaklega fyrir því að fram fari rannsókn á þessu máli því að ég er ekki bara að hugsa um þetta mál. Ég tel að það séu yfirgnæfandi líkur að í framtíðinni muni aukin krafa verða gerð í þá veru að það verði þjóðaratkvæðagreiðsla um margvísleg málefni. Þá ber ríkisvaldinu skylda til að tryggja að framgangur undirskriftalista, eins þess sem Indefence-hópurinn er með, sé ekki truflaður eða reynt að menga hann í Stjórnarráðinu, sérstaklega þegar um óþægileg mál er að ræða gagnvart ríkisstjórninni. Ég vil því spyrja hæstv. ráðherra: Hvað ætlar hún að gera í þessu máli sem ég lít mjög alvarlegum augum?”

En í Morgunblaðinu var krafist opinberrar lögreglurannsóknar á spellivirkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?