Þá hafa forsvarsmenn Indefence skýrt frá því að þrjár til fjórar bullundirskriftir hafi komið inn í undirskriftasöfnun samtakanna frá IP tölu RÚV. Ein undirskrift mun hafa komið frá Fréttablaðinu.
Þess er rétt að geta að undirskiftasöfnun Indefence er þeirrar gerðar að hver sem er getur skráð sig þar inn, undir hvaða nafni sem er.
Í tilefni af þessu máli fór fyrrverandi menntamálaráðherra, Þorgerður Katín Gunnarsdóttir í pontu á Alþngi í gær og heimtaði að málið yrði tekið fyrir í ríkisstjórn:
“Þá hlýt ég að spyrja ráðherra upplýsingamála og fjölmiðlamála hver skoðun hennar er á þessu máli, hvort hún ætli að beita sér fyrir því að þetta mál verði tekið upp bæði innan ríkisstjórnar og í þeirri undirstofnun sem Ríkisútvarpið er gagnvart ráðherra. Ég tel mikilvægt að fá fram hvort hún muni beita sér sérstaklega fyrir því að fram fari rannsókn á þessu máli því að ég er ekki bara að hugsa um þetta mál. Ég tel að það séu yfirgnæfandi líkur að í framtíðinni muni aukin krafa verða gerð í þá veru að það verði þjóðaratkvæðagreiðsla um margvísleg málefni. Þá ber ríkisvaldinu skylda til að tryggja að framgangur undirskriftalista, eins þess sem Indefence-hópurinn er með, sé ekki truflaður eða reynt að menga hann í Stjórnarráðinu, sérstaklega þegar um óþægileg mál er að ræða gagnvart ríkisstjórninni. Ég vil því spyrja hæstv. ráðherra: Hvað ætlar hún að gera í þessu máli sem ég lít mjög alvarlegum augum?”
En í Morgunblaðinu var krafist opinberrar lögreglurannsóknar á spellivirkjunum.