Nýtt hefti Sögu er komið út. Þar er meðal annars að finna merkilega grein eftir Guðna Elísson um íslenska efnahagsvandamálið.
Í niðurlagi greinarinnar segir:
„Þótt ýmislegt eigi eftir að koma í ljós, nú rúmlega ári eftir að hrunið varð að veruleika, liggja grundvallarorsakirnar flestar fyrir og færa má gild rök fyrir mörgum þeirra skýringa sem hér hafa verið reifaðar. Og þótt hætt sé við að svo margbrotið samhengi drepi málum á dreif og byrgi túlkendum skýra sýn, dregur sá langi en engan veginn tæmandi listi orsakavalda sem hér hefur verið rakinn glöggt fram það algjöra stjórnleysi sem ríkti á íslenskum fjármálamarkaði á fyrsta áratug þessarar aldar. Sem slíkur er listinn þyngri áfellisdómur yfir íslenskri ráðastétt en nokkur einstök mistök.“