fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Eyjan

Spunastjórnmál

Egill Helgason
Mánudaginn 14. desember 2009 14:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stundum hefur maður á tilfinningunni að Steingrímur J. Sigfússon sé eini maðurinn sem er í pólitík á Íslandi af einhverri alvöru. Að hann sé þó maðurinn sem er til í að leggja allt undir. Hann tók reyndar nokkurn viðsnúning í vetur þegar hann settist ríkisstjórn – mikil ósköp – en hvort sem maður er sammála honum eða ekki er varla annað hægt en að dást að þrautseigju mannsins og dugnaði.

Samkvæmt heimildum mínum eru haldir vikulegir fundir með aðstoðarmönnum ráðherra Samfylkingarinnar og aðalspunakarli flokksins, Einari Karli Haraldssyni. Ekki verður betur séð en að strategían sem þar er lögð upp sé að flokkurinn láti lítið fyrir sér fara. Ráðherrar flokksins eru nánast ósýnilegir, en þegar þeir birtast hafa þeir sáralítið fram að færa. Það liggur við að maður sé farinn að halda að það sé meðvituð ákvörðun hjá Samfylkingunni að láta Steingrím J. taka öll höggin.

Það er skrítin pólitík þegar þjóðina sárvantar sterka og ærlega stjórnmálamenn sem geta veitt henni einhverja leiðsögn.

Um daginn velti ég fyrir mér hvort ástandið í stjórnarráðinu væri líkt og frægri kvikmynd sem nefnist Pscycho. Hún fjallar um ungan mann sem kallast Norman Bates og rekur mótel við þjóðveg. Á hæðinni fyrir ofan er hús þar sem hann varðveitir mömmu sína.

Jú, spunakarlarnir eru Norman og mamman er Jóhanna. Samfylkingin er nefnilega ennþá flokkur sem trúir því – eins og New Labour – að hægt sé að komast gegnum öll mál með spuna.

Á sama tíma er Sjálfstæðisflokkurinn í einkennilegu ástandi. Það er ekki bara vegna þess að formaður hans sé í fréttum vegna viðskipta sem tengjast útrásarvíkingum, kúlulána eiginmanns varaformannsins og setu þingflokksformannsins í stjórn umdeilds peningamarkaðssjóðs,  heldur líka vegna þess hvernig stjórnmálabaráttu hann er að heyja, aðeins rúmu ári eftir hrun sem fól í sér algjört gjaldþrot stjórnmálastéttarinnar.

Eftir hrunið tók til starfa innan Sjálfstæðsflokksins svokallaður endurreisnarhópur. Hann skilaði skýrslu eftir mikið starf  þar sem fjöldi óbreyttra flokksmanna lagði hönd á plóginn. Þessi skýrsla er að mjörgu leyti fjarska góð. Á landsfundi flokksins í mars varð hins vegar algjör viðsnúningur. Fyrrverandi formaður flokksins steig í pontu, talaði um endurreisnarskýrsluna af mikilli fyrirlitningu; í staðinn fyrir að sýna að hrunið hefði þó allavegi vakið hann til umhugsunar, lét hann ófriðlega, reifst og sagði lélega brandara.

Þetta var örlagastund. Flokksforystan nýja tók línuna frá formanninum gamla – taldi allt í einu að ekki væri nein þörf á endurskoðun, hefur ekki litið í endurreisnarskýrsluna síðan – heldur tók að ráða til starfa á flokksskrifstofuna fólk alvant starfi í kringum fjölmiðla og almannatengsl, en hefur aldrei haft sérstakar pólitískar hugmyndir eða hugsjónir fram að færa. Þarna ráða spunastjórnmálin líka ferð.

Þetta er ástandið í tveimur stærstu stjórnmálaflokkunum. Nýja Ísland?

Nei, ekki beinlínis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin