Merkileg er hún hólfaskptingin í heila sumra fjármálamanna. Það þarf líklega að leita í smiðju sálfræðinnar til að skilja svonalagað. Venjulegt fólk hefur ekki svona hólf.
Samkvæmt þessari frétt tengist heimili Björgólfs Thors Björgólfssonar í Lundúnum bankakerfinu eða hruni þess ekki neitt.
Það tengist þá væntanlega ekki heldur Landsbankanum eða Icesave eða Straumi eða annarri starfsemi þessa manns sem hvarvetna skilur eftir sig sviðna jörð á Íslandi.
En nýtur þó enn þeirrar stöðu að stjórnvöld hér veita honum sérstaka fyrirgreiðslu til að setja á stofn ný fyrirtæki á Íslandi.