Maður spyr sig.
Fékk Mark Flanagan, útsendari Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, einhverjar erfiðar spurningar á blaðamannafundi í dag?
Ég bauð honum að koma í Silfur Egils en hann þáði það ekki.
Tilgangurinn var meðal annars sá að spyrja hann út í álitsgerð hópsins sem fór á fund hans í þarsíðustu viku. Sá hópur var vel undirbúinn og spurði erfiðra spurninga. Til dæmis um tekjuafganginn, hvernig yrði hægt að skila nægum afgangi af viðskiptum Íslands til að borga hinar miklu erlendu skuldir. Og hvað með skatttekjur ríkisins – hvernig eiga þær að ná þeim hæðum sem AGS gerir ráð fyrir?
Í áltsgerð hópsins segir að Flanagan hafi kveðið svo að orði að Ísland verði framleiðsluhagkerfi – og að hann sjálfur myndi flytja úr landi ef hann byggi hérna.
Flanagan kaus að halda blaðamannafund í öruggu umhverfi upp í Seðlabanka – af þessu myndskeiði að dæma hefur hann ekki verið spurður erfiðu spurninganna.
Hann lítur frekar út eins og sölumaður – er ekki talað um snákaolíusölumenn í Bandaríkjunum?