Naomi Klein skrifar um loftslagsráðstefnuna í Kaupmannahöfn og segir að frændur okkar Danir séu góðir í að hanna stóla en lélegir í að halda stóratburði sem þessa.
Þeir hagi sér eins og kontrólfrík. Hafi eytt miklu fé í að markaðsetja ímynd höfuðborgar sinnar sem Hopenhagen en beiti svo lögregluvaldi til að handtaka þúsund mestanpart friðsama mótmælendur.
Sjálfur kom ég til Kaupmannahafnar nokkru áður en ráðstefnan hófst. Leið eins og ég væri að stíga inn í einhvers konar sirkus.