Martha Argerich, píanósnillingurinn frá Argentínu, var að spila þetta verk á tónleikum til heiðurs nóbelsverðlaunahöfum. Þeir voru sýndir áðan í norska sjónvarpinu.
Píanókonsert í G-dúr eftir Maurice Ravel, annar kafli, adagio. Dásamlega fallegt, ekki síst hvernig slagharpan, flautan og enska hornið spila saman.
Þessi myndbútur er frá 1990, Martha er nú komin undir sjötugt, en þarna spilar hún með Orchestre National de France.
[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=OsoSvHdcCv0]