fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Eyjan

Vippát

Egill Helgason
Laugardaginn 12. desember 2009 10:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölskylda mín spurði mig hvers vegna mér hefði ekki verið boðið að vera með í þættinum sem hér á heimilinu kallast Vippát.

Ég hef reyndar aldrei séð þennan þátt, hvorki íslensku né útlendu útgáfuna.

Svo sat ég við tölvuna og heyrði álengdar talið í þættinum.

Heyrðist að meðal keppenda væru Heiðar snyrtir og Franklín Steiner.

Hugsaði með mér: Ég hefði þá alveg getað tekið þátt.

Svo var ég leiðréttur og sagt að þetta væru einhverjir allt aðrir menn.

Ég varð fimmtugur um daginn og hef elst hratt síðan þá. Tíminn líður einkennilega og ég er hálf ringlaður.

Um daginn mætti ég í vinnuna að morgni, rakst á mína góðu samstarfskonu Ragnhildi Steinunni, en kallaði hana Ragnheiði Guðfinnu.

Ég bað hana margfaldlega afsökunar, en ég held ekki að hún fyrirgefi mér nokkurn tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin