fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Eyjan

Leiðtogar og kreppur

Egill Helgason
Föstudaginn 11. desember 2009 15:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fjarar hratt undan stjórnmálaforingjum í kreppuástandi. Við eigum eftir að sannreyna það þegar David Cameron tekur við stjórnartaumunum í Bretlandi eftir hálft ár. Og það er líka spurning hvernig fer fyrir Barak Obama.

Það er ekki öllum gefið að vera sannir leiðtogar á svona tímum – skínandi dæmi höfum við reyndar í Franklin D. Roosevelt, forseta Bandaríkjanna.

Hér á Íslandi hefur Jóhanna Sigurðardóttir glatað miklu af trausti sínu og vinsældum síðasta árið. Samt var hún útnefnd kona ársins hjá Nýju lífi – það er kannski eðlilegt, hún er fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Íslands.

En það hefði alveg eins mátt velja Evu Joly sem mun kannski á ýmsan hátt reynast mikilvægari en Jóhanna.

Það er rétt sem Jónas Kristjánsson segir. Steingrímur J. Sigfússon er brunaliðsmaðurinn í ríkisstjórninni. Hann fer svo víða að hann getur varla haft tíma til að hugsa. Flestir aðrir ráðherrar í ríkisstjórninn eru eins og statistar.

Það er líka ljóst að sumir þeirra eiga ekkert erindi í sín háu embætti, hafa bara komist þangað vegna þess að þeir voru í næstir í goggunarröðinni. Þekking þeirra á málaflokkunum er svo lítil að sumir eiga í mestu brösum með að ræða þá þannig að mark sé á tekið.

Ekki hefur meira breyst í íslenskum stjórnmálum en svo. Eða réttar sagt: Það hefur ekkert breyst, nema flokkarnir eru kannski ekki jafn opnir fyrir óhreinu fé og áður.

Þegar ég var í Kaliforníu um daginn fór ég í Universal Studios. Þar eru varðveitt leiktjöldin úr kvikmyndinni Psycho. Norman Bates hét ungur maður sem rak mótel við þjóðveg, í húsi á hæð fyrir ofan varðveitti hann mömmu sína.

Ég velti svolítið fyrir mér þennan dag hvort hægt væri að nota þetta sem allegóríu um ríkisstjórnina, forsætisráðherrann og aðstoðarmenn hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin