fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Eyjan

Músíkbækur, síbrotamaður og menningarpáfar í Kiljunni

Egill Helgason
Þriðjudaginn 1. desember 2009 11:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

138

Í Kiljunni í kvöld verður fjallað um tónlistarbækur sem koma út nú fyrir jólin. Þetta eru ævisögur Gylfa Ægissonar, Vilhjálms Vilhjálmssonar, Magnúsar Eiríkssonar, Guðmundar „Papa Jazz“ Steingrímssonar og bókin 100 bestu plöturnar.

Tónlistarmennirnir og poppfræðingarnir Óttarr Proppé og Gunnar Lárus Hjálmarsson segja undan og ofan af þessum bókum.

Í þættinum verður rætt við Guðberg Guðmundsson, en hann hefur skrifað bókina Þjófur, fíkill, falsari, sjálfsævisögu síbrotamanns. Guðberg hefur eytt tuttugu árum af ævi sinni í fangelsi, hér heima, í Þýskalandi, Bandaríkjunum og Hollandi, en er nú laus undan glæpum og vímufíkn.

Við hittum Jón Karl Helgason í Unuhúsi og ræðum við hann um bók sem hann hefur skrifað um einn af fyrri eigendum hússins, Ragnar Jónsson í Smára. Bók Jóns er að hluta til skrifuð út frá myndinni sem birtist hér að ofan, en hún sýnir Íslendinga í hádegisverði í Stokkhólmi daginn sem Halldór Laxness tók við Nóbelsverðlaununum. Þarna má sjá nokkra helstu menningarjöfra Íslands frá því um miðbik síðustu aldar: Halldór, Sigurð Nordal, Jón Helgason og Ragnar í Smára, auk Svíans Peters Hallberg.

Einnig segjum við lauslega frá bókum sem eru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

Kolbrún og Páll fjalla um Horfðu á mig, nýja glæpasögu eftir Yrsu Sigurðardóttur, Gæsku eftir Erík Örn Norðdahl, Heim til míns hjarta eftir Oddnýju Eir Ævarsdóttur og Paradísarborgina eftir Óttar Martin Norðfjörð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?