Ég skrifaði fyrr á þessu ári að Icesave væri rýtingssstungugoðsögn íslenskra stjórnmála. Rýtingsstungugoðsögnin var notuð í Þýskalandi eftir fyrra stríðið: hugmyndin var sú að tapið í stríðinu væri ekki hernaðarstefnu Þjóðverja að kenna heldur hugdeigum krötum, kommum og gyðingum.
Svipuð hugmynd hefur verið að gerjast hér á Íslandi síðustu mánuði. Og nú er svo komið að ráðherra í ríkisstjórninni sem leiddi þjóðina inn í hrunið skrifar að Icesave-samningarnir séu alvarlegri en hrunið sjálft.