fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

Ungi Hamsun

Egill Helgason
Miðvikudaginn 9. desember 2009 23:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norska sjónvarpið var áðan að sýna fyrsta hlutann í röð þátta um ævi Knuts Hamsun.

Þetta er frábært efni, og afskaplega fróðlegt. Hamsun var alinn upp við kröpp kjör, en átti stóra drauma. Hann virðist hafa verið fjarskalega viljasterkur og einbeittur maður.

Foreldrar hans sendu hinn unga Knud Pedersen, eins og hann hét þá, í vist hjá frænda sínum þegar hann var átta ára. Þetta var drengnum áfall, honum fannst hann vera svikinn. Frændinn var sæmilega efnaður, en harðbrjósta og strangur, Knud varð að vinna baki brotnu, mátti ekki leika sér, fann helst hugsvölun í að fara einförum út í náttúrunni.

Fimmtán ára yfirgefur hann heimili frænda síns – og er þá þegar staðráðinn í að verða rithöfundur. En hæfileikarnir voru ekki augljósir strax. Hann skrifaði verk í sveitastíl í anda Björnsterne Björnson og fékk dræmar viðtökur. Fór til Ameríku og ætlaði að verða rithöfundur Norðmanna þar, var í Chicago, Minneapolis, Fargo, Norður-Dakota – vann landbúnaðarstörf og ýmis verkamannastörf, keyrði til dæmis sporvagn í Chicago en var rekinn fyrir að gleyma stoppistöðvum.

Hann sneri aftur eftir langa dvöl vestanhafs og vandaði Bandaríkjunum ekki kveðjurnar. Taldi þau andlaus og efnishyggjuleg, fyrir utan rithöfundinn Mark Twain sem hann hreifst af. Í sumum verka Hamsuns má vissulega finna áhrif frá Twain; það er ákveðin gamansemi í garð sögupersóna sem þeir eiga sameiginlega. Því þótt hinn ungi Hamsun hafi virkað fjarska alvarlegur, þá gat hann verið ansi fyndinn.

Þegar hann kemur aftur til Noregs finnur hann loks sinn eigin tón, þennan stíl sem gerir hann að einum mesta rithöfundi allra tíma. Eftir heimkomuna birtir hann Sult, söguna af því þegar hann ungur maður með rithöfundaóra gekk um og svalt í borginni sem þá hét Kristjanía. Hún kom eins og sprengja inn í norrænar bókmenntir.

Hamsun spratt úr öreigastétt. Hann var sjálfmenntaður maður sem þurfti að hafa mikið fyrir því að brjótast áfram í lífinu. Líklega er þaðan sprottin þessi blanda af hörku og viðkvæmni sem einkennir persónuna og höfundinn.

Einu tók ég svo eftir. Ég bý í gömlu timburhúsi sem er byggt 1856. Það er frá því fyrir tíma hinna stóru timburhúsa sem standa víða um land í svokölluðum schweitzer stíl – þau eru reyndar upprunalega katalóghús frá Noregi. Húsið sem ég bý er eldra að gerð. En ég sá í myndinni að æskuheimili Hamsuns í Hamaröy er ekki ósvipað; ekki að það komi á óvart að þetta byggingarlag sé líka frá Norðurlöndunum.

hamsun1Hinn ungi og einbeitti Pedersen/Hamsun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin