Sigrún Davíðsdóttir flutti í gær pistil um útrásarvíkinga sem eru búsettir í London.
Inngangurinn að pistlinum er svona:
„Hrun bankanna í fyrra opnaði ýmsar gáttir sem menn höfðu áður annaðhvort ekki hugsað út í eða þær verið huldar. Eitt af því sem er ljóst nú ári síðar er að menn áttu mjög misjafnan aðgang að fyrirgreiðslum í bönkunum. Eignarhald stóreignamanna á húsum sína gefur innsýn í aðstæður og hugsunarhátt. Sigrún Davíðsdóttir hugar að húseignum tveggja íslenskra umsvifamanna í London, þeirra Hannesar Smárasonar og Lýðs Guðmundssonar. Í upplýsingum Sigrúnar kemur fram að Kaupþing lánaði Hannesi í maí í fyrra þegar annars var næstum útilokað að fá lán og að Lýður hefur í ár fært húseign sína á nafn eiginkonunnar.“
Og á þessari vefsíðu má sjá myndir af húsi Hannesar Smárasonar á Notting Hill.