fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

Siðferðismat Íslendinga

Egill Helgason
Þriðjudaginn 8. desember 2009 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lesandi síðunnar sendi þessar línur:

— — —

Sæll Egill.

Ég má til með að segja þér smá reynslusögu.

Ég var staddur í kvöldverðarboði í Miðevrópu um daginn með mjög vel upplýstu fólki úr viðskiptalífinu. Þar voru tveir Hollendingar. Annar lögfræðingur og sérfræðingur í samkeppnismálum ESB og hinn var athafnamaður. Þau þekktu vel til Icesave og höfðu á því skoðanir.

Í máli þeirra kom fram að þau töldu íslendinga hafa lágt siðferðismat.

Ég mótmælti þessu og taldi að 30-40 manns á Íslandi hefðu gengið eins langt og þeir þorðu og alveg út á brún. Að lokum hafi þeir fallið framaf og tekið þjóðina með sér í fallinu. Ég sagði þeim að hér á landi hefðum við sömu löggjöf og Hollendingar í þessum málum. Íslendingar væru sómafólk.

Þau töldu að einmitt það að löggjöfin væri sú sama sýndi siðferðisstig þjóðarinnar. Svona gerist ekki í Hollandi.

Þá sögðu þau, sem sýndi að þau voru inni í málunum, að varðandi Icesave væri það einn banki, Landsbankinn, sem bæri ábyrgð á Icesave og þar væru 4-5 menn sem bæru höfuðábyrgðina.

Þessir menn ganga lausir og hafa ekki einu sinni verið ákærðir sögðu Hollendingarnir. Þessi staðreynd segði þeim að íslendingar hefðu lágt siðferðismat og stæðu með bankamönnunum.

Ef búið væri að skilgreina ábyrgð þessara manna eða taka þá fasta væri viðhorf Hollendinga annað til Íslensku þjóðarinnar. Þjóðin væri þá ekki ábyrg heldur viðkomandi bankamenn. Samningsstaðan íslendinga væri önnur og skilningur á vanda þjóðarinnar meiri.

Þetta var skoðun þessara tveggja Hollendinga. Meðan ábyrgðin er ekki skilgreind og enginn er ákærður, er það þjóðin sem ber ábyrgð.

Þannig var það nú.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann