Lyktir Icesave málsins munu hugsanlega velta á Ögmundi Jónassyni og fylgismönnum hans innan VG:
Svo ég viti hefur hann ekki enn gefið upp afstöðu sína til samþykkis ríkisábyrgðar vegna Icesave. Ætti þó að hafa haft nóg tækifæri til að kynna sér efni þess og skoða það í þaula.
Ögmundur hefur verið óvenju þögull upp á síðkastið. Hann hefur aldrei þessu vant ekki kært sig um að koma fram í sjónvarpi.
Og verður maður að segja að þá er bleik brugðið.
Einhvern pata hefur maður af því að Ögmundur ætli ekki að gera afstöðu sína heyrinkunnuga fyrr en við lokaatkvæðagreiðslu.
Margt er skrítið í afgreiðslu þessa Icesavemáls – og þetta er eitt af því.