fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Eyjan

Gögn sannleiksnefndar

Egill Helgason
Miðvikudaginn 2. desember 2009 17:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjartan Bollason sendi þetta bréf:

— — —

Háttvirtur forseti Alþingis, forsætisráðherra, fjármálaráðherra og þingmenn í forsætisnefnd,

„Sannleiksnefnd“ á að birta sína niðurstöðu í janúar á næsta ári (3 mánuðum eftir lokafrest). Greinilegt er að ekki vill Alþingi birta öll gögnin því í þessu frumvarpi sem forsætisnefnd leggur fram: http://www.althingi.is/altext/138/s/0330.html er lagt til að gögn „Sannleiksnefndar“ á vegum Alþingis skuli geymast hjá Þjóðskjalasafni Íslands og vera eingöngu opið þeim sem muni halda utan um framhaldsrannsókn á vegum Alþingsnefndar (ef til slikrar rannsóknar kemur) og skuli trúnaður ríkja um þau gögn.
S.s. til hvers var stofnað til „sannleiksnefndar“ ef þingmenn sjálfir ætla að dæma í sínum eigin málum og svo fela niðurstöður fyrir þjóðinni?
Hverslags fimbulfamb er þetta?
Er forsætisnefnd og þeir sem sömdu frumvarpið ekki í takt við kröfu þjóðfélagsins um réttlæti til handa öllum?
Ég skora á forseta Alþingis, ríkisstjórn og alþingismenn að sjá til þess að öll gögn „sannleiksnefndar“ verði gerð opinber hið fyrsta og að óhlutdrægur aðili sem nýtur góðs álits og virðingar þjóðarinnar, og því miður útilokar það sitjandi þingmenn eins og stendur að mínu mati, stýri nefnd um niðurstöðu „sannleiksnefndar“ þar sem aðaláherslan er lögð á að birta á vefsíðu og til allra fjölmiðla og almennings öll gögn og ekkert sé falið. Eingöngu þannig getur Alþingi unnið sér inn virðingu þjóðarinnar á ný. Það er réttur þjóðarinnar að fá öll gögn málsins, við berum jú skaðann af málinu. Ykkar er að kynna öll gögnin í málinu ekki að gerast dómari í eigin sök. Þetta hlýtur að vera ykkur dagsljóst.
Að lokum óska ég þess að Alþingi samþykki loks Icesave og sýni þar með við Íslendingar samþykkjum ekki vinnubrögð fyrri ríkisstjórnar, Seðlabankastjóra, Fjármálaeftirlits og umfram allt forstöðumanna og eigenda Landsbankans sem ávallt sögðu að allt yrði tryggt en sviku þau loforð og við sýnum þannig að íslenskt samfélag er ekki samfélag þjófa og ómerkinga.
Með kveðju og ósk um heiðarleg vinnubrögð,
Kjartan Bollason,
Almennur Íslendingur og doktorsnemi við Oxford Brookes University í Oxford

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ásgeir Jónsson eins og Neró – skítt með brunann

Orðið á götunni: Ásgeir Jónsson eins og Neró – skítt með brunann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna