fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Eyjan

Ummyndanir

Egill Helgason
Föstudaginn 6. nóvember 2009 18:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ovid_lg

Ég er búinn að handfjatla bestu jólabókina, fletta henni, maður les hana ekki í einum rykk.

Hún er rituð stuttu eftir Krists burð, er nokkuð nákvæmlega tvö þúsund ára  – og kemur loks út á íslensku í heild sinni, í aðgengilegri útgáfu, á lausu máli.

Þetta er höfuðritið Metamorphoses, Ummyndanir, eftir rómverska skáldið Óvíd, sem Kristján Árnason hefur þýtt úr latínu.

Grundvallarrit í klassískum fræðum.

Það mun vera til þýðing á verkinu eftir Jón Espólín sem hefur aldrei birst. En hann þýddi á íslenskt fornyrðislag. Af einhverjum ástæðum þótti það hæfa, fyrir utan lausamálsþýðingu Sveinbjarnar Egilssonar á Hómerskviðum er líka til Hómersþýðing eftir hann með fornyrðislagi.

En eins og Kristján bendir á í formála þá hentar fornyrðislag þessum bókmenntum frekar illa; það er miklu þyngslalegra en bragarhátturinn hexametur sem þær eru samdar á.

Hins vegar kemur það ágætlega út í frægri vísu eftir Óvíd sem var þýdd af Sveinbirni og margir halda reyndar að sé frumort á íslensku:

Leika landmunir
lýða sonum,
hveim er fúss er fara.
Römm er sú taug,
er rekka dregur
föðurtúna til.

Óvíd var annars heillandi maður. Spjátrungur, nokkurs konar bóhem, ástarskáld sem síðar sneri sér að alvarlegri kveðskap eins og í Ummyndunum. Hann lenti svo á kant við nýstofnað keisaradæmið í Róm, fyrir ótilgreindar sakir, og var sendur í útlegð að Svartahafi, á stað sem heitir Tomis þar sem nú er Rúmenía.

Þar var rómverjinn Óvíd mjög vansæll og orti miklar harmatölur, enda voru þar engar bækur og engin borgarmenning, bara kuldi og villimenn. Þar dó skáldið árið 17 eða 18 e. Kr.

Um þessi endalok Óvíds er skrifað í frábærri skáldsögu Christophs Ransmayr sem nefnist Hinsti heimur – og var líka þýdd af Kristjáni Árnasyni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hildur hætt sem þingflokksformaður

Hildur hætt sem þingflokksformaður
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með