Bob Dylan hélt tónleika á Íslandi 1990.
Þeir voru svosem ekkert frábærir, karlinn var ekki sérstöku formi á því tímabili.
En margir urðu mjög uppveðraðir vegna komu hans. Það bárust til dæmis beiðnir frá stjórnmálamönnum sem vildu fá að hitta meistarann.
Úr herbúðum hans kom stutt og laggó svar:
„Bob Dylan never meets politicians.“
Ég held reyndar ekki að hann hafi staðið við þetta, ekki fullkomlega, en replikkan er góð.