Þetta er skrítið viðtal við Steingrím J. sem birtist á Vísi.is.
Hann talar af nokkurri léttúð um skattahækkanir, nánast eins og honum finnist þetta bara gott á liðið. Eins og það sé lítið mál að hækka staðgreiðslu upp í fimmtíu prósent hjá hálaunafóki.
En þá er spurningin – hvað er af hálaunafólki á Íslandi eftir hrun? Þeir eru ekki ýkja margir sem greiða tekjuskatt og teljast hálaunamenn.
Á sama tíma hefur verðlag hækkað úr allri hömlu, vextir og verðbætur sliga heimilin. Allt virðist enda í sama punktinum: meiri byrðum á launamenn.
En það er hægt að mjólka kýrnar þannig að nytin fari úr þeim.